Háls, nef- og eyrnalæknir framkvæmdi ónauðsynlegar skurðaðgerðir, meðal annars á börnum, og hefur því verið sviptur læknaleyfi. Frá þessu greinir Vísir, sem segir að embætti landlæknis hafi ráðist í umfangsmikla rannsókn vegna málsins.
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir og færi eftir óeðlilegum aðferðum í framkvæmd þeirra. Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ.
Hann hefur verið sviptur læknaleyfi sínu, en kært þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins.