fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Fær áminningu vegna ummæla um holdris föður barnsins í sjónvarpsviðtali – „Viðkvæmar persónuupplýsingar“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 18:30

Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur veitt Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur lögmanni áminningu vegna ummæla sem hún viðhafði í sjónvarpsviðtali á síðasta ári vegna forsjármáls.

Í úrskurðinum segir að hún hafi farið fram með viðkvæmar persónuupplýsingar um heilsufarsvandamál föður sem komu fram í lokuðu þinghaldi þar foreldrar barns tókust á um forsjá, og með því brotið gegn lögum um meðferð einkamála sem og persónuverndarlögum.

Þá segir að nefndin telji háttsemi og framkoma Þorbjargar Ingu í viðtalinu ekki í samræmi við 34. grein siðareglna lögmanna sem hljóðar svo: „Lögmaður skal sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna.“

Ennfremur er það mat úrskurðarnefndar „…að sú háttsemi kærðu að fjalla um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar kæranda í viðtalinu hafi verið til þess fallin að valda kær­anda hneykslisspjöllum…“

Úrskurðurinn í heild sinni er aðgengilegur á vef Lögmannafélagsins. Þar er búið að afmá nafn þess lögmanns sem er áminntur, auk ýmissa dagsetninga, númer dóma sem um ræðir og fleira líkt og venjan er. Þó gleymdist á einum stað að afmá hvaða dag umrædd sjónvarpsfrétt birtist. Af lestri úrskurðarins er ljóst að um forsjármál var að ræða og því einfalt að fletta upp hvaða sjónvarpsfréttir um forsjármál birtust umræddan dag.

Gekkst við því að hafa misnotað hálfsystur sína

Fréttin sem um ræðir birtist á Stöð 2 þann 28. september 2020.  Þar kom fram að föður hefði verið dæmd full forsjá barns í héraðsdómi en báðir foreldrar metnir hæfir til að fara með forsjá. Eftir að grunur vaknaði hjá móður um faðirinn hefði beitt barnið kynferðislegu ofbeldi braut hún umgengissamkomulag, hætti að leyfa föður að umgangast barnið án eftirlits, og höfðaði faðirinn í framhaldi forsjármál sem hann vann í héraði.

„Kvörtun kæranda lýtur einnig að því að kærða hafi í umræddu viðtali lýst því að kærandi hafi ítrekað haft …….. í námunda við barnið, sem sé ósatt með öllu,“ segir í kafla um málsatvik í úrskurðinum.

Í fréttinni sagði: „Þá játaði maðurinn að hann ætti auðvelt með að fá lítils háttar holdris“ og Þorbjörg Inga sagði: „Það var eitthvað sem faðir ítrekað hafði sýnt og hann kannaðist við að honum oft risið hold nálægt stúlkunni, þá hafði matsmaður kallað eftir mati sérfræðings í þvagfæraskurðlækningum um það væri eitthvað sem gæti alveg gerst af líkamlegum ástæðum en þýddi ekki endilega að það væri um barnahneigð eða barnagirnd að ræða.“

Í fréttinni sagði einnig að faðirinn gangist við því að hafa misnotað hálfsystur sína þegar hún var fimm ára gömul og hann að verða fjórtán ára. „Stjúpsystir mannsins sagði einnig fyrir dómi að hann hafi misboðið sér kynferðislega þegar hún var barn og hann sextán ára,“ sagði þar.

„Ekkert nýtt hafi komið fram í viðtalinu“

Þorbjörg Inga krafðist þess fyrir nefndinni að kröfum kæranda væri hafnað og sagði kvörtun hans tilefnislausa. „Bendir kærða jafnframt á að umfjöllun um þau atriði sem komið hafi fram í umþrættu sjónvarpsviðtali hafi í heild verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á ýmsum vefmiðlum í meira en ár fyrir uppkvaðningu dóms héraðsdóms um forsjá, en sú umfjöllun hafi verið nafnlaus líkt og sjónvarpsviðtalið. Samkvæmt því hafi mál umbjóðanda kærðu þegar verið til umfjöllunar með opinberum hætti löngu fyrir sjónvarpsviðtalið. Ekkert nýtt hafi komið fram í viðtalinu, sem ekki hafi annað hvort áður birst í úrskurðum og dómum dómstóla eða í umfjöllum fjölmiðla og vefmiðla,“ segir í kafla um málsatvik og málsástæður.

Í vörn sinni fyrir úrskurðarnefndinni benti Þorbjörg Inga á að málið væri það fyrsta hér á landi þar sem forsjá væri færð á milli foreldra vegna tálmana á umgengni og því eðlilegt að málið fengi athygli fjölmiðla og um það fjallað.

Faðirinn hélt því fram fyrir úrskurðarnefndinni að Þorbjörg Inga hefði ranglega fullyrt að honum hefði aðeins verið dæmt forræði barns síns vegna tálmana móðurinnar. Þessu hafnaði nefndin og taldi ljóst af niðurstöðu héraðsdóms að tálmun móðurinnar hefði haft mikil áhrif á það að föður var dæmd forsjá, sérstaklega þar sem foreldrarnir voru metnir að öðru leyti jafn hæfir sem uppalendur.

Þorbjörg Inga vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Hvað forsjármálið varðar þá sneri Landsréttur dómnum við og dæmdi móður fulla forsjá. Hæstiréttir staðfesti síðan þann dóm Landsréttar í síðasta mánuði.

Full forsjá móður staðfest – Hafði tapað forsjá til föður sem fékk holdris nálægt dóttur þeirra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag