fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Jóna ætlaði að gefa pari sófa – Þegar parið var farið fattaði hún hvað hafði gerst

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 09:23

Mynd: Samsett/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna María Hafsteinsdóttir auglýsti sófa sem hún var að gefa í gegnum hinn vinsæla Facebook-hóp Gefins, allt gefins en par hafði áhuga á sófanum og mætti heim til hennar til að sækja sófann. Þegar parið mætti á staðinn skoðaði maðurinn sófann, mældi hann út en svo hættu þau við að fá hann vegna „flutningsvandræða“.

Þegar parið var farið sá Jóna að parið hafði stolið af heimilinu Bluetooth-hátalara, seðlaveski og hreindýrahornsstyttu. Konan hafði stolið þessu á meðan maðurinn var að mæla út og skoða sófann.

Vísir greindi frá málinu og ræddi við Jónu Maríu um það. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann,“ segir Jóna í samtali við blaðamann Vísis. „Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér.“

Þá segir Jóna að atburðir sem þessir geri það að verkum að traust fólks minnki, hún mun til að mynda aldrei gefa hluti sína aftur. „Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna og varar fólk við að hleypa fólki inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópa sem ganga út á að gefa hluti. Þá hvetur hún fólk til að færa húsgögn út úr húsinu áður en þau eru gefin í gegnum Facebook-hópa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi
Fréttir
Í gær

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“