fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Stefán fékk skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik en sýknaður af fjárþvætti

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 14:00

Samsett mynd DV. Stefán Gunnar Ármannsson og Héraðsdómur Vesturlands. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær Stefán Gunnar Ármannsson í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa svikið um 60 milljónir króna undan skatti við rekstur búvélaverkstæðis síns, Hróar ehf. Stefán var með sama dómi sýknaður af því að hafa þvætt milljónirnar sextíu.

DV greindi frá því í október að gefin hefði verið út ákæra á hendur Stefáni í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir skattsvikin og svo fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning skattsvikanna í rekstur fyrirtækisins.

Brotin áttu sér stað árin 2016, 2017 og 2018. Stefán Gunnar játaði sök hvað skattsvikin varðaði en neitaði að hafa þvætt féð og bar því við að féð hefðu runnið inn í rekstur félagsins til greiðslu launa, launatengdra gjalda og annars rekstrarkostnaðar. Héraðsdómur sýknaði hann af þessum ákærulið, sem fyrr segir.

Stefán var um 12 ára skeið fulltrúi í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar en í sveitarstjórnarkosningunum 2018 tók hann 14. sæti á lista framboðsins Áfram Hvalfjarðarsveit.

Til viðbótar við skilorðsbundinn fangelsisdóm þarf Stefán að greiða 66 og hálfa milljón í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms, í gær, en sæta ella fangelsi í 12 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna