fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Fangaverðir upplifa óöryggi vegna styttingu vinnuvikunnar – Tryggja þarf Fangelsismálastofnun meira fjármagn

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 13:30

Fangelsið að Litla Hrauni. Ljósmynd/Vilhelm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi, hefur áhyggjur af því að stytting vinnuvikunnar geti bitnað á öryggi bæði fanga og fangavarða. Eftirleiðis starfa fangaverðir aðeins átta klukkustundir á dag í stað tólf tíma áður.

Á opinberum vaktavinnustöðum styttist vinnuvikan þann 1. maí og fékk vaktavinnufólk því sinn fyrsta launaseðil eftir breytingarnar nú um mánaðamótin.  Yfirlýst markmið styttingar vinnuvikunnar var að auka auka stöðugleika í starfsmannahaldi hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og að draga úr yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.

Guðmundur segir þetta koma misjafnlega við fangaverði. Hann birti grein á vef Fréttablaðsins á mánudag þar sem hann vakti athygli á stöðunni. „Margir fanga­verðir hafa komið að máli við mig og úr öllum fangelsunum og er ó­hætt að segja að þetta hefur valdið ólgu,“ segir í greininni. „Að mati þeirra fanga­varða sem komið hafa að máli við mig mun ekki verða hægt að tryggja öryggi fanga og fanga­varða,“ skrifar hann.

„Ekkert hefur verið fjallað um þessi mál í fjöl­miðlum og annars nokkuð há­vær verka­lýðs­hreyfing hefur þagað þunnu hljóði. Fanga­verðir vita ekki hvort þeir munu hækka eða lækka í launum eða jafn­vel missa af þeim launa­hækkunum sem voru í far­vatninu. Nú er svo komið að margir þeirra í­huga að róa á önnur mið. Við það verður ekki unað. Það verður að bregðast við og koma til móts við fanga­verði til þess að reynsla og þekking hverfi ekki úr fangelsunum. Ó­vissan er al­gjör og svörin sem fanga­verðir fá eru loðin ef ein­hver,“ skrifar Guðmundur.

DV ræddi við nokkra fangaverði sem taka undir þetta og segjast sannarlega hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir segja þó ólíklegt að fólk hætti í sumar heldur vilji bíða til hausts og sjá hvernig staðan verður þá.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Fangelsismálastofnu í sömu stöðu og flestar aðrar stofnanir – að þessi mál séu öll á byrjunarstigi og verið að vinna í að útfærslan komi sem best út.

„Við fórum út í vaktakerfisbreytingar samkvæmt þeim leiðbeiningum sem opinberar stofnanir fengu. Þetta eru miklar breytingar og flækjustigið töluvert. Við notumst nú við bráðabirgðavaktakerfi og ætlum að nýta sumarið til að útbúa vaktakerfi sem nær að koma til móts við sem flesta.“

Spurður hvort öryggi fanga og fangavarða sé stefnt í hættu með styttingu vinnuvikunnar segir hann að það sé auðvitað aldrei markmiðið og að alltaf sé unnið að því að öryggi allra sé tryggt.

Þá segir Páll að ef einhverjir lækka í launum við breytingarnar verði sömuleiðis unnið að því að leiðrétta það.

Guðmundur Ingi segist telja styttingu vinnuvikunnar vera til góðs. „…en það er á sama tíma ljóst að stjórn­völd verða að veita Fangelsis­mála­stofnun það fjár­magn sem þarf til þess að manna allar stöður og skal þá engan af­slátt gefa á öryggi fanga og fanga­varða,“ segir hann í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna