Ekki eru allir sáttir með fyrirkomulag slembiúrtaks við bólusetningar þar sem árgöngum hefur verið skipt niður eftir kynjum. Þykir það ekki í takt við nútíma þankagang og til að kóróna það hafi svo verið tekin ákvörðun um að hafa miðana fyrir árganga kvenna bleika en miðana fyrir árganga karla bláa.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag er Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78. Hún skrifar um þetta á Facebook.
„Það er mjög 1990 að draga í bólusetningar eftir kyni með bleikum og bláum miðum. Stofnunum ber líka skv. lögum að taka tillit til hlutlausrar kynskráninga. Legg til að árgöngum verði skipt í tvennt og bleiku miðarnir látnir táknar f. helming árs og bláu s. helming. Easy!“
Hún er langt frá því að vera ein að gagnrýna fyrirkomulagið. Einn Twitter-notandi segir þetta gamaldags og hallærislegt.
„Er að reyna að deyja ekki inn í mér hvað þetta er gamaldags og hallærislega framkvæmt, steríótýpan bleikt og blátt dúkkar alls staðar upp“
Annar segist hafa talið að við sem þjóð værum komin lengra.
„KK miðar bláir og KVK miðar bleikir. Hélt við værum komin lengra en þetta. Ég titra“
Enn annar sagði: „Var nýbúin að röfla yfir kynjatvíhyggjunni við þennan bólusetningardrátt þegar ég fattaði að miðarnir eru meira að segja bleikir og bláir“
Ofangreint fyrirkomulag er haft hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í öðrum landshlutum er gripið til öðruvísi útfærsla. Til dæmis er á Austurlandi ferið eftir árgöngum og upphafsstaf nafns. Á Norðurlandi eru heilu árgangarnir boðaðir og kláraðir áður en farið er í næsta.
DV tók Kára Stefánsson á tal og spurði hann út í kynjaskiptinguna hér á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú,“ útskýrir Kári „að menn hafa áhyggjur af þessum alvarlegu aukaverkunum af AstraZeneca og Jansen bóluefnunum. Hugmyndin þarna er sú að reyna að hlífa konum af þeirri áhættu sem felst í því að vera bólusett með ákveðnum bóluefnum.“
Kári segir þetta fyrirkomulag ekki endurspegla kynjamisrétti í samfélaginu. „Þarna er verið að hlúa að konum vegna meiri áhættu sem þær taka. Það er ekkert annað. Þegar farið er út í það að bólusetja svona marga í einu þá er þetta einfaldað með þessum hætti, til þess að koma í veg fyrir að ekki verði slys og fólk bólusett með efni sem það á ekki að vera bólusett með.“
„Fyrir þessu eru bara mannúðarástæður,“ segir Kári. „Endanlega ástæðan er sú að konur og karlar eru öðruvísi. Staðreyndin er sú að konur og karlar eru öðruvísi og í þessu tilfelli á þetta rætur sínar í því að konur eru með betri ónæmiskerfi en karlar og virðast bregðast harkalegra við bólusetningum.“
Það er mjög 1990 að draga í bólusetningar eftir kyni með bleikum og bláum miðum. Stofnunum ber líka skv. lögum að taka tillit til hlutlausrar kynskráningar. Legg til að árgöngum verði skipt í tvennt og bleiku miðarnir látnir tákna f. helming árs og bláu s. helming. Easy!
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) June 1, 2021
KK miðar bláir og KVK miðar bleikir. Hélt að við værum komin lengra en þetta. Ég titra. pic.twitter.com/lUB4nJQzrL
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 1, 2021
Var nýbúin að röfla yfir kynjatvíhyggjunni við þennan bólusetningardrátt þegar ég fattaði að miðarnir eru meira að segja bleikir og bláir. KOMMON!
— Auður Lilja (@audurlilja) June 1, 2021
Er að reyna að deyja ekki inni í mér hvað þetta er gamaldags og hallærislega framkvæmt, steríótýpan bleikt og blátt dúkkar alls staðar upp 😱 https://t.co/dFUfdZm3KO
— Arnheiður Jóhannsd. (@Arnheidurjoh) June 1, 2021
„Draga úr potti er kannski ekki nútímalegasta aðferðin til að forgangsraða en skapar skemmtilega og kósí stemningu. Erum við kannski öll miðar í potti lífsins, undir lúku örlaganna? Hvað veit ég. Fallegt veður úti annars. Kannski að maður kíki á KFC og noti þessa ferðaávísun.“ pic.twitter.com/FQ1TmmDjmf
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 1, 2021
Rétt skilið hjá þér sýnist mér, mitt gisk er að bleikt sé konur og blátt karlar 😐 pic.twitter.com/vNCIH1Iw1k
— Marta Jónsdóttir (@martajons) May 31, 2021