Snemma í morgun barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um nauðlendingu lítillar flugvélar. Flugvélin nauðlenti suðvestur af Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan á Suðurnesjum birti á Facebook-síðu sinni.
Í færslunni kemur fram að flugmaðurinn sé óslasaður en verið er að vinna að rannsókn málsins.