fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Réðust á starfsmann lyfjaverslunar – Sviptur ökuréttindum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær stálu tveir menn, sem voru í annarlegu ástandi, vörum úr lyfjaverslun í Kópavogi og hlupu út með þær. Starfsmaður hljóp á eftir þeim og náði vörunum af þeim en mennirnir réðust á starfsmanninn og rifu í fatnað hans og slógu ítrekað í andlitið. Málið er í rannsókn.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hraði bifreiðar hans mældist 109 km/klst í Grafarvogi, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um sofandi mann í bifreið við verslun í Garðabæ. Hann vaknaði ekki þegar vegfarendur reyndu að vekja hann og var í fyrstu talið að hann væri veikur. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og með ætluð fíkniefni í höndunum þegar lögreglan kom að honum. Hald var lagt á fíkniefnin og kveikjuláslykla bifreiðarinnar.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er grunaður um sölu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“