fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Bílþjófurinn fannst sofandi undir stýri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. maí 2021 08:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglu er greint frá atviki sem DV fjallaði um í gærkvöld: Kona skildi eftir bíl sinn í gangi fyrir utan verslun við Háteigsveg á meðan hún fór inn í verslunina. Þegar hún kom út úr búðinni sat ókunnugur maður undir stýri á bílnum. Er konan opnaði bíldyrnar ók maðurinn af stað og brunaði upp Háteigsveg.

Bíllinn fannst rúmum tveimur tímum síðar og var þjófurinn þá sofandi undir stýri. Hann var í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík vegna eignaspjalla og heimilisofbeldis. Var hann vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku þegar rennur af honum.

DV greindi í gærkvöld frá bílveltu við Hamraborg í Kópavogi. Í dagbók lögreglu er einnig greint frá atvikinu og staðfest að engin slys urðu á fólki.

Húsbrot átti sér stað í miðbænum í nótt og voru þrír menn handteknir vegna þess.

Loks greinir frá því að ölvaður maður velti bíl sínum á Vatnsendavegi í gærkvöld. Ekki urðu slys á fólki en maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið