fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Verðlaunagarður úr Kópavogi teygir anga sína inn í Garðabæ – Garðbæingar ósáttir við landnámið – „Við erum ekki að vígbúast neitt“

Björn Þorfinnsson, Heimir Hannesson
Föstudaginn 28. maí 2021 13:21

Garðbæingar eru ósáttir við landnám íbúa úr Kópavogi, jafnvel þó um verðlaunagarð sé að ræða,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsnefnd Garðabæjar tók fyrir meinta óleyfisframkvæmd Kópavogsbúa á fundi sínum í vikunni. Í fundargerð nefndarinnar var bókað að nefndin  „lítur á það sem sjálfsagðan hlut að eigendur lóða í Kópavogi nemi ekki land innan lögsögu Garðabæjar.“  Færsla sem óneitanlega vekur nokkra athygli.

Hin meinta óleyfisframkvæmd snýr að voldugum garði í Austurkór þar sem húseigandi hefur gróðursett af miklum móð og langt inn í bæjarland Garðabæjar.

Byggingarfulltrúi Kópavogs sendi bréf til húseigandans í apríllok, og afrit á kollega sinn í Garðabæ, þar sem áréttað var að eigandanum bæri að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka.

Í bréfinu kemur fram að nú teygi gróðurinn sig frá Kópavogi og yfir í Garðabæ og yfir á svæði þar sem fyrirhugaður er göngustígur í náinni framtíð. Þá var farið fram á það með vinsamlegum hætti að húseigandinn myndi gera úrbætur í málinu.

„Ég veit að ég er rosalega öflug, en ekki alveg svona öflug,“ segir eigandi garðsins. Það er ljóst að viðkomandi á ekki í erfiðuleikum með að sjá spaugsömu hliðar málsins.

„Við erum miklir snyrtipinnar, ég og maðurinn minn, og við viljum hafa fínt og flott í kringum okkur,“ segir hún. „Við erum búin að gera garðinn okkar það fallegan á þremur árum að hann hefur fengið verðlaun og er það í fyrsta sinn í sögu Kópavogs að svo ungur garður fær verðlaun. Gróskan í honum er alveg með ólíkindum,“ sagði garðeigandinn en tók ekki fram hvort að hún hefði leitast eftir viðurkenningu frá Garðbæingum einnig.

Austurkór stendur á hæð og snýr í suður. Garðeigandinn segir að þau hjónin hafi þá brugðið á það ráð að gróðursetja nokkrum trjám hinum megin við garðinn sinn í von um að þau myndu einhvern tímann í framtíðinni veita þeim skjól við sunnanátt. „Ef að bærinn ætlaði að byggja eitthvað hérna þá hefðu þau bara verið tekin eða færð,“ útskýrir hún.

Þessi tré eru svo orðin rót landnámsdeilunnar miklu.

Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að garðurinn hennar breytist í vígvöll í styrjöld Garðabæjar og Kópavogs hlær hún og segir: „Við erum ekki að vígbúast neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás