Á níunda tímanum lentu bifreið og bifhjól í árekstri. Bifhjólamaður ætlaði sjálfur að leita á Bráðadeild en meiðsli hans voru minniháttar. Á níunda tímanum í gærkvöldi varð minniháttar vespuslys í austurborginni. Foreldrar ökumannsins, ungmennis, ætluðu að sjá um að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þess.
Tilkynnt var um tvö innbrot í höfuðborginni síðdegis í gær. Annað í austurbænum og hitt í vesturbænum. Bæði eru í rannsókn. Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki á þriðja tímanum í nótt og er málið í rannsókn.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.