fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Meðlimur Mótettukórsins stígur fram – „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 15:00

Mynd: Facebook-síða Mótettukórsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Herði Áskelssyni, kantor, organista og kórstjóra Hallgrímskirkju, verið sagt upp störfum og Mótettukórnum úthýst úr kirkjunni.

Einn meðlimur kórsins, Gunnar Örn Gunnarsson, fer hörðum orðum um sóknarnefnd Hallgrímskirkju vegna málsins, í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann:

„Kæru vinir. Í kvöld var síðasta kóræfin Mótettukórsins í Hallgrímskirkju. Eftir að hafa þjónað kirkjunni í nær 40 ár og þar af hef ég verið viðloðandi kórinn síðan 1988 eða í 33 ár, þá hafa yfirvöld kirkjunnar ákveðið að reka okkur. Ekki var óskað eftir okkar þjónustu út mánuðinn eins og áður var búið að ákveða. Það eru kaldar kveðjur sem kórarnir fá ásamt Herði og Ingu Rós frá kirkjunni. En eftir að hafa fylgst með framkomu yfirvalda í Hallgrímskirkju síðustu 3 árin þá kemur ekki á óvart hver staðan er. Það hefur verið stefnt að þessu leynt og ljóst. Það var örugglega ekki ætlunin að kórarnir færu og við höfum hins vegar gert þeim það ljóst að ef það yrði niðurstaðan að þau hjónin færu þá færum við. Og nú er komið að því.
Þrátt fyrir að hafa þjónað kirkjunni með söng bæði á tónleikum og í messum öll þessi ár þá eru þetta þakkirnar. Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömmu, ekki gefin á að kveðja söfnuðinn.“
Gunnar segir að aðgerðirnar ættu að verða sóknarnefndinni til ævarandi skammar en kórinn muni halda áfram:
„Megi formaður safnaðarins, prestur og aðrir þeir sem standa að þessum gjörningi eiga við ævarandi skömm.
En kórinn heldur áfram. Kominn með æfingaraðstöðu og fyrstu tónleikar framundan í lok mánaðarins með frábæru prógrammi.“

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2945986522325927&id=100007438245778

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“