fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

„Algjörlega alrangt að við séum að grafa undan stefnu stjórnvalda“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 11:32

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er algjörlega rangt að við séum að grafa undan stefnu stjórnvalda, við erum að halda okkur við faglegar ráðleggingar sem taka mið að stöðu faraldursins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, er hann brást við spurningu Björns Inga Hrafnssonar á upplýsingafundi dagsins. Björn Ingi vísaði til  umræðu þess efnis að sóttvarnalæknir væri að grafa undan stefnu stjórnvalda með því að styðja ekki áform um litakóðunarkerfi þann 1. maí þar sem ferðamenn frá svæðum þar sem ástand faraldursins er gott munu eiga greiðari leið inn í landið. Þórólfur sagðist ekki vera bundinn af litakóðunarkerfinu og sagði að honum fyndist einfaldlega ekki tímabært að ræða það.

Átta greindust innanlands með Covid-19 í gær og þar af voru fimm utan sóttkvíar, sem eru slæm tíðindi. Smitrakning er í gangi en ekkert bendir til að þessir fimm aðilar tengist. Ennfremur bendir ekkert til að smitin séu tilkomin vegna hópamyndunar hjá eldgosinu á Reykjanesi.

Þórólfur segir að þetta sýni að við séum ekki búin að ná utan um hópsmitin sem urðu til upp úr smitum í tveimur skólum nýlega. Mikilvægt sé að halda óbreyttum takmörkunum fram til 15. apríl en vonandi muni takast að ná utan um faraldurinn fyrir þann tíma.

Þórólfur sagði jafnframt að útlit væri fyrir auknar bólusetningar á næstunni, framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda færi vaxandi og útlit væri fyrir að í lok apríl yrði búið að bólusetja 80.000 með báðum bólusetningum.

Þórólfur fagnar hertum reglum á landamærum sem taka gildi frá og með 1. apríl en þá verða tekin sýni frá öllum börnum og þeim sem framvísa bólusetningarvottorði. Þeir sem koma frá áhættusvæðum verða skyldaðir til að fara í sóttvarnahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“