fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Umferðarslys í Árbænum – Þakplötur og kamar fuku í óveðri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. mars 2021 07:22

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir miðnætti í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum, fór yfir umferðareyju og aðrein og síðan út af og hafnaði á tré. Ökumaður og tveir farþegar slösuðust og voru flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um áverka.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá foki sem varð í hvassviðri í nótt. Meðal annars fauk kamar á byggingarsvæði í Kópavogi, plötur fuku á byggingarsvæði í miðborginni og þakplötur fuku af nýbyggingu í miðborginni. Einnig fuku þakplötur af nýbyggingu í Garðabæ og skjólveggur fauk frá húsi Grafarvogi. Þar kom björgunarsveit til aðstoðar.

Brotist var inn í hús í Vesturbænum laust fyrir klukkan 8 í gærkvöld. Gluggi var spenntur upp og kertastjaka stolið úr íbúðinni.

Á öðrum tímanum í nótt kviknaði í sófa í Hafnarfirði og fór slökkvilið á vettvang. Tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“