fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem ráðinn var bani í Rauðagerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 13:03

Samsett mynd. Mynd af Armando: Facebook. Birt með leyfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem féll fyrir hendi morðingja fyrir utan hús sitt í Rauðagerði á laugardagskvöld heitir hét Armando Beqiri. Hann var frá Albaníu en hafði verið búsettur hérlendis um árabil. Armando starfaði meðal annars við dyravörslu.

Armando lætur eftir sig íslenska sambýliskonu og ungt barn og átti von á öðru barni.

Armando Bequiri var fæddur þann 16. febrúar árið 1988 og hefði því orðið 33 ára í dag.

Vinir og samstarfsmenn Armando bera honum afar vel söguna, segja hann hafa verið harðduglegan, heiðarlegan, vingjarnlegan og traustan.

Armando er sagður hafa verið skotinn 5-10 skotum með byssu á laugardagskvöldið. Skömmu eftir að lögreglulið kom á vettvang var maður handtekinn gegna málsins í Garðabæ. Hann er sagður frá Litháen og var úrskurðaður í gæsluvarðhald út næsta föstudag.

Þrjár frekari handtökur áttu sér stað vegna málsins í nótt, meðal annars á Suðurlandi.  Lögregla verst allra frétta af rannsókninni að undanskilinni eftirfarandi tilkynningu sem hún sendi frá sér um hálfellefuleytið í morgun:

„Þrír voru handteknir í viðamiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. Framkvæmdar voru húsleitir í umdæminu og utan þess, en við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar bæði sérsveitar ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram