fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

„Hjólaþjófurinn“ í Laugardal er saklaus – „Ég er ljóti kallinn hjá mörgum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 13:19

Frá Laugardal. Mynd tengist frétt ekki. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekkert miðað við margt annað sem ég hef lent í, ég er ljóti kallinn hjá mörgum,“ segir ónefndur maður sem DV ræddi við í tengslum við atvik sem vakti nokkra athygli um síðustu helgi. Kona greindi frá því í íbúahópi á Facebook og í kjölfarið í viðtali við DV, að hún hefði stöðvað það sem virtist vera hjólaþjófnaður fyrir utan Ármannsheimilið í Laugardal.

Konan sá þá mann reiða reiðhjól frá íþróttahúsinu á meðan fimleikaæfing stóð yfir þar inni. Maðurinn kom á vespu og reiddi bæði vespuna og hjólið í burt. Að sögn konunnar virtist maðurinn auk þess ekki alsgáður. Hún stöðvaði því för hans og hafði samband við lögreglu. Er lögregla kom á vettvang hélt konan í burt og vissi ekki um málalyktir.

Í morgun fékkst staðfest frá lögreglu að ekki hefði verið lagt hald á reiðhjólið þar sem lögregla telur það vera í eigu mannsins. Það vildi einfaldlega svo til að hann hafði bæði vespu sína og reiðhjól til reiðar þennan dag. Maðurinn segir í samtali við DV að vespan hafi bilað en erfitt er að átta sig á því hvers vegna hann var á báðum farartækjunum.

Þrátt fyrir að hafa hvorki verið nafngreindur né vísað til einkenna hans á nokkurn hátt í frétt eða frásögn á samfélagsmiðlum þykir manninum gott að upplýst sé um málalyktir. Ljóst er að konan var í góðri trú en mat aðstæður ekki rétt miðað við niðurstöðu í málinu. Maðurinn segir að hún hafi virst mjög hrædd og hann sé ekki óvanur slíkum viðbrögðum fólks og virðist það mega ráða af yfirbragði hans.

Hjólaþjófnaðir virðast hafa færst mikið í vöxt undanfarin ár og valda tjóni og sárindum. Þekkt er ötult starf Bjartmars Leóssonar að því að endurheimta stolin reiðhjól og skyldar eigur. Honum hefur þó einstaka sinnum orðið á í messunni og ljóst er að úr vöndu er að ráða þegar aðstæður eru metnar þar sem þjófnaður virðist eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“