fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Glæpur skekur Hrísey – Aldraður maður rændur milljónum – „Helvítis kvikindið læddist í kortið mitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júlí 2020 16:30

Frá Hrísey. Mynd tengist frétt ekki. Fréttablaðið/Friðrik Þór Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpur skekur nú hið fámenna byggðarlag, Hrísey. Áttatíu og þriggja ára gamall maður varð fyrir því að óprúttinn aðili, sem var að liðsinna honum með þrif, komst yfir debetkort hans og leyninúmer, og millifærði samtals 2,8 milljónir króna, á nokkra aðila.

Um er að ræða mann um þrítugt sem dvaldist í húskofa á lóð gamla mannsins  í nokkra sólarhringa. Hann kom inn í hús hans til að sinna þrifum. Maður um fertugt, vinur og óformlegur aðstoðarmaður gamla mannsins til langs tíma, hlutaðist til um þessi tengsl. Sá maður hefur, að bæði eigin sögn og gamla mannsins, liðsinnt honum með eitt og annað, meðal annars innkaup. Grunar gamli maðurinn hann ekki um græsku í málinu.

„Helvítis kvikindið læddist í kortið mitt,“ segir gamli maðurinn í samtali við DV, ómyrkur í máli. „Hann vissi að ég ætti [X] milljónir á reikningnum en hann sagðist ekki hafa kunnað við að taka meira. Einhvern veginn þefaði hann uppi pin-númerið. Ég frétti af því að hann hefði sagt að hann væri að hjálpa gömlum manni sem væri farinn að treysta honum fyrir debetkortinu hans, en það er bara lygi.“

Að sögn gamla mannsins hafa fjármunirnir farið í einhvern hring, um sé að ræða nokkrar millifærslur, og hluti af fénu hafi verið millifærður á mann sem býr á Akureyri. Annað hafi farið til Reykjavíkur.

DV ræddi við hinn óformlega aðstoðarmann gamla mannsins, en sá er um fertugt. Hann segir að hinn meinti ræningi hafi verið nýkominn úr fangelsi er hann kom honum fyrir í kofa á lóðinni hjá þeim gamla. Aðspurður hvort það væri ekki ábyrgðarhlutur að hleypa dæmdum sakamanni inn til hans gamla vinar varð heldur fátt um svör hjá aðstoðarmanninum, en hann sagði að þessi maður hefði brugðist trausti sínu og logið sig fullan. „Hann var að hjálpa okkur við að þrífa heima hjá gamla manninum og svo hafa þeir bara farið að tala saman.“

Aðstoðarmanninum var ekki kunnugt um hvernig hinn meinti þjófur hefði komist yfir debetkortið. Hann segir að hann hafi framkvæmt millifærslurnar í hraðbanka en stór hluti af fénu, þó undir helming, hafi farið inn á reikning manns á Akureyri. Hinn meinti ræningi sé nú staddur á höfuðborgarsvæðinu.

Aðstoðarmaðurinn segist hafa reynt að liðsinna lögreglu eftir mætti í málinu og veita þeim þær upplýsingar sem hann hefur. Málið var kært til lögreglu í gær.

Lögreglu komin með mynd á málið

DV hafði samband við rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, á Akureyri, og ræddi við Jónas Halldór Sigurðsson rannsóknarlögreglumann. Hann staðfesti að mál með þessari lýsingu væri til rannsóknar. „Málið er til rannsóknar, við erum komnir með mynd á það, en meira er ekki hægt að segja í bili,“ sagði Jónas.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Í gær

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Í gær

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma
Fréttir
Í gær

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Í gær

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart