fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Eggert Unnar grét af reiði þegar hann var rekinn frá Sýn – Gerði myndband með dæmdum kynferðisafbrotamanni

Sóley Guðmundsdóttir, Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 14:30

Eggert Unnar. Mynd/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jafnvel þó að ég hafi spilað með 6IX9INE styð ég ekki það sem hann hefur gert í fortíðinni,“ segir Eggert Unnar tölvuleikjaspilari á myndbandi sem hann birti á YouTube. Áætlað var að Eggert Unnar myndi byrja með sjónvarpsþátt á nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 2 eSport. Hætt hefur verið við sýningar sjónvarpsþáttanna.

6IX9INE er vinsæll rappari sem er, auk rappsins, hvað þekktastur fyrir að vera dæmdur kynferðisafbrotamaður. Árið 2015 játaði rapparinn að hafa notað barn í tónlistarmyndbandi þar sem kynlífsathafnir áttu sér stað. Barnið sem um ræðir var einungis 13 ára gamalt og var nakið í myndbandinu. Á þessum tíma var 6ix9ine orðinn 18 ára gamall en hann hefur haldið því fram að hafa einungis verið 17 ára brotið átti sér stað.

Fyrir nokkrum dögum birti Eggert myndband þar sem hann og  6IX9INE spiluðu saman. Eftir að Eggert birti myndbandið fékk hann víða góð viðbrögð. Á Facebook hópnum „Tölvuleikjasamfélagið“ fékk Eggert þó ekki jafn góð viðbrögð. „Margir þarna voru mjög óánægðir með myndbandið. Sumir komu með góðar athugasemdir og ráðlögðu mér að vinna ekki með þessum manni aftur, ég skil það,“ segir Eggert.

„Á miðvikudaginn fékk ég símtal frá yfirmanni mínum. Hann segir: Mér finnst leiðinlegt að segja þér þetta en hætt hefur verið við þáttinn þinn vegna myndbandsins með 6IX9INE.“

„Ég varð mjög reiður og uppstökkur,“ segir Eggert og birtir myndband af viðbrögðum sínum rétt eftir símtalið. Þar segist hann vera grátandi af reiði. Eggert sagði við stjórnendur Stöðvar 2 eSport að hann hefði engan áhuga á að vinna með þeim á árinu. „Þau sögðu að þau myndu hugsanlega vinna með mér ef ég myndi gefa frá mér opinbera afsökunarbeiðni og taka myndbandið út. Alls ekki,“ sagði Eggert.

Hægt er að sjá myndbandið sem Eggert setti á Youtube hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“