fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 22:00

mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í kvöld samþykkt á Alþingi. Frumvarpið heimilar ráðherra að stofna hlutafélag með Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kópavogi um uppbyggingu á Borgarlínunni svokallaðri.

Maraþon fundur stendur nú yfir á Alþingi og færir Steingrímur J. Sigfússon þingheimi atkvæðagreiðslurnar á færibandi. Hefur blaðamaður löngu tapað tölunni hversu margar þær hafa verið síðan þær hófst fyrr í kvöld.

Samþykkt frumvarpsins og stofnun þessa hlutafélags er mikilvægt skref í þróun Borgarlínunnar og í raun forsenda þátttöku ríkisins að verkefninu. Sigmundur Davíð, annálaður andstæðingur verkefnisins, gerði grein fyrir atkvæði sínu einfaldlega með því að segja „ég tel að Borgarlínan sé stórvarasamt mál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal.“ Uppskar örræða Sigmundar hlátrasköll í þingsal og Steingrímur J. Forseti Alþingis hélt gríninu gangandi þegar hann benti þingheimi á að hér væru komnar fram nýjar upplýsingar í málinu. Vísar hann þar til þess þegar þingmenn Miðflokksins tóku 2. umræðu um málið yfir með málþófi og fluttu heilu klukkutímana af ræðum gegn frumvarpinu.

Þingmenn fögnuðu

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði þjóðinni til hamingju með þessa „miklu gleði stund. Gaman er að sjá málið verða að veruleika enda um að ræða gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Til hamingju ísland,“ sagði þingmaðurinn.

„Loksins loksins loksins,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sagði hún að nú munu höfuðborgarbúar upplifa raunverulegar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu og lífsgæði höfuðborgarbúa stóraukast.

Ríkissjóður mun eiga 75% í nýju hlutafélagi og öðrum eigendum 25%. Ekki verður heimilt að framselja eignarhlutann til annarra en stofneigenda þess.

Hægt er að sjá frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“