fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Play að verða að veruleika: „Guð minn góður hvað við sáum ekki COVID fyrir.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 11:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri flugfélagsins Play, Arnar Már Magnússon, segir félagið svo gott sem tilbúið til að hefja flug. Þetta kom fram í Morgunútvarpi Rásar2. Arnar segir að félagið stefni á að hefja flug í haust en sé þó tilbúið að flýta áformum ef þörf er á.

Ragnar Þór fór í heimsókn

Á dögunum bárust fréttir þess efnis að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði heimsótt höfuðstöðvar Play og komið verulega á óvart hversu langt félagið var komið í skipulagningu starfseminnar og hversu mikill metnaður og drifkraftur var í teyminu. Ragnari var boðið í þá heimsókn í kjölfar þess að hann gaf til kynna að Play væri flugfélag sem myndi fela skattfé í skattaskjóli.

Arnar kveðst ekki skilja hvers vegna orðrómur hafi farið af stað um meinta notkun Play á skattaskjóli.

„Það er bara algjörlega óskiljanlegt fyrir mér, enda hefur það aldrei verið markmiðið,“ sagði Arnar sem kveðst feginn að sá misskilningur hafi verið leiðréttur.

Kjör til fyrirmyndar

Mikið hefur mætt á Icelandair síðustu vikur vegna hörku í kjaraviðræðum við þrjár stærstu flugstéttir félagsins, flugvirkja, flugmenn og flugfreyjur. En flugfreyjur hafa þar harðneitað að gangast undir töluverða kjaraskerðingu til að létta róðurinn með flugfélaginu.

Arnar segir ekki það sama upp á tengingunum hjá PlayCOVID-19 ástandið hafi komið lítið niður á félaginu og frekar skapað tækifæri heldur en hindranir. Eins hafi Play nú þegar gengið frá samningum við stéttarfélag. Spurður út í kjör starfsmanna Play svaraði Arnar:

„Þau eru bara til fyrirmyndar, eins og Ragnar hefur séð. Við erum búin að semja við íslenskt stéttarfélag sem heitir íslenska flugstéttarfélagið sem var stéttarfélag flugmanna hjá WOWair og var mjög flott og reynslumikið fólk sem kom að þeim samning svo hann er eins bestur og á verður kosið.“

Stefna ekki á hærra miðaverð

Play hafi staðið í undirbúning starfseminnar í rúmlega ár og teymið samanstendur nú af 36 starfsmönnum sem allir hafi ástríðu fyrir flugrekstri.  Á þessu rúmlega ári hafi þeim mætt margar áskoranir. Sumar stærri en aðrar.„Guð minn góður hvað við sáum ekki COVID fyrir.“

Arnar segist ekki endilega sjá fram á að hækkað miðaverð þegar flugferðir félagsins fari á sölu. Þeir starfi eftir ákveðnu viðskiptaformi þar sem miðað er að lággjalda flugförum og lágan kostnaðargrunn.

Hvernig sem fari með Icelandair þá sé Play tilbúið að grípa inn í og tryggja samgöngur til og frá Íslandi. Play sé búið að læra af mistökum WOW og eru bjartsýnir á framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum