fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

BHM lokar orlofshúsunum yfir páskana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins yfir páskana vegna COVID-19 faraldursins. Sjóðfélagar sem áttu orlofshús bókuð um páskana munu fá endurgreitt sjálfkrafa og þurfa ekki sérstaklega að bera sig eftir því.

Mikið álag er nú á heilbrigðisstofnunum landsins. Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks að ferðast ekki að óþörfu til að lágmarka álag á kerfið. Sérstaklega hefur fólk verið hvatt til að leggjast ekki í ferðalög yfir páskana heldur halda kyrru fyrir heima hjá sér.

Með ákvörðun sinni vill stjórn Orlofssjóðs BHM leggjast á árar með yfirvöldum í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Stjórnin mun funda 14. apríl og þá meta hvort tilefni sé til frekari lokana.

Sjóðfélagar geta afbókað orlofskosti sem þeir hafa tekið á leigu yfir tímabilið 15. apríl til og með 4. maí með sólarhrings fyrirvara og fá þá endurgreitt að fullu. Afbókunarbeiðnir skulu sendar á sjodir@bhm.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA