fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Þúsund manns í sóttkví á hóteli sem Íslendingum stendur til boða – Sjö Íslendingar á hótelinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 08:24

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þúsund manns, þar af sjö Íslendingar, sem dvelja á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife eru nú í sóttkví eftir að ítalskur læknir greindist með kórónaveiruna. Maðurinn var í fríi á Tenerife þegar hann greindist. Íslenskar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á dvöl á umræddu hóteli.

Í frétt Metro kemur fram að laganna verðir hafi verið við hótelið til að tryggja að enginn komist af því og enginn geti farið á það. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu veirunnar eftir fremsta megni.

Læknirinn er nú í einangrun en von er á lokaniðurstöðum úr sýnatökum seinna í dag, en bráðabirgðaniðurstöður gáfu til kynna að maðurinn væri með Covid-19 kórónaveiruna.

Í frétt Metro kemur fram að læknirinn sé frá Lombardy-héraði á Ítalíu en þar hefur fjöldi fólks greinst með veiruna undanfarna daga. Talið er að maðurinn hafi dvalið á umræddu hóteli síðustu sex daga ásamt eiginkonu sinni. Maðurinn er sagður hafa verið með hita í nokkra daga uns hann fór til læknis þar sem grunur um kórónaveiruna vaknaði.

Í frétt Vísis í morgun kemur fram að Heimsferðir og Úrval Útsýn séu meðal þeirra ferðaskrifstofa sem boðið hafa upp á dvöl á hótelinu. Upplýsingar á íslensku um hótelið má einnig finna á vef Plús ferða. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir Íslendingar séu á umræddu hóteli en þó hefur verið staðfest þrír Danir hið minnsta og tveir Svíar séu á hótelinu.

Frétt uppfærð klukkan 09:03 

Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir við Vísi að sjö Íslendingar séu í sóttkví á hótelinu. Íslendingarnir, sem dvelja í tveimur herbergjum, keyptu sér ferð í gegnum Vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út