fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í færslu innan Facebook-hóps íbúa Laugarneshverfis að barnalaugin í Laugardalslaug sé allt of köld. Hún segir löngu kominn tími á að bæta úr þessu en samkvæmt könnun hennar innan sama hóps þá eru næstum allir sammála henni. Hún er ekki eini borgarfulltrúinn sem kveður sér hljóðs í þræðinum.

Kristín Soffía skrifar í gærkvöldi:

„Það vita það ekki margir en ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi að hækka hitann á barnalauginni í Laugardalslauginni. Nú fer ég bráðum að nálgast 10 ára starfsafmæli án þess að ná tilskyldum árangri – sem er sorglegt. Stundum fæ ég það svar frá kerfinu að hitastigið sé bara gott. Spyr því ykkur, hvernig finnst ykkur hitastigið á barnalauginni?“

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í athugasemd að hvað þetta varðar ættu Reykvíkingar að líta til Seltjarnaness. „Allir vita að Seltjarnarnes er búið að crack the game með því að setja heitan pott við upphaf og endi rennibrautarinnar. Ég minnist á það á minnst öðrum hverjum fundi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Kristin Soffia Jonsdottir,“ segir hún.

Neðar í sama þræði merkir Kristín Soffía sérstaklega við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, og biður hann um að redda þessu: „Hjálmar Sveinsson getur þú græjað þetta? Niðurstöður könnunarinnar eru afgerandi…“.

Því svarar Hjálmar: „Geri það í einum grænum“.

Meirihlutinn í Reykjavík hefur haft í nógu að snúast að undanförnu en í gær hófst ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar í gær. Meirihlutinn hefur fengið talsvert á baukinn vegna þess og má hæglega segja að heitt sé undir þeim borgarfulltrúum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill