fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í færslu innan Facebook-hóps íbúa Laugarneshverfis að barnalaugin í Laugardalslaug sé allt of köld. Hún segir löngu kominn tími á að bæta úr þessu en samkvæmt könnun hennar innan sama hóps þá eru næstum allir sammála henni. Hún er ekki eini borgarfulltrúinn sem kveður sér hljóðs í þræðinum.

Kristín Soffía skrifar í gærkvöldi:

„Það vita það ekki margir en ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi að hækka hitann á barnalauginni í Laugardalslauginni. Nú fer ég bráðum að nálgast 10 ára starfsafmæli án þess að ná tilskyldum árangri – sem er sorglegt. Stundum fæ ég það svar frá kerfinu að hitastigið sé bara gott. Spyr því ykkur, hvernig finnst ykkur hitastigið á barnalauginni?“

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í athugasemd að hvað þetta varðar ættu Reykvíkingar að líta til Seltjarnaness. „Allir vita að Seltjarnarnes er búið að crack the game með því að setja heitan pott við upphaf og endi rennibrautarinnar. Ég minnist á það á minnst öðrum hverjum fundi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Kristin Soffia Jonsdottir,“ segir hún.

Neðar í sama þræði merkir Kristín Soffía sérstaklega við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, og biður hann um að redda þessu: „Hjálmar Sveinsson getur þú græjað þetta? Niðurstöður könnunarinnar eru afgerandi…“.

Því svarar Hjálmar: „Geri það í einum grænum“.

Meirihlutinn í Reykjavík hefur haft í nógu að snúast að undanförnu en í gær hófst ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar í gær. Meirihlutinn hefur fengið talsvert á baukinn vegna þess og má hæglega segja að heitt sé undir þeim borgarfulltrúum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“