fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu sprengilægðina í beinni – Kolvitlaust veður – Svona var staðan í morgun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og landsmenn vita eflaust gengur snælduvitlaust veður yfir landið í dag. Veðrið verður einna verst á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi þar sem rauðar viðvaranir eru í gildi.

Vindraði í byggð var einna mestur í Vestmannaeyjum í nótt en klukkan fjögur var vindraði 35 metrar á sekúndu. Það eru tólf vindstig á gamla vindmælikvarðanum og jafngildir vindhraðinn 126 kílómetrum á klukkustund.

Í færslu sem lögreglan í Vestmannaeyjum setti á Facebook-síðu sína rétt fyrir klukkan sex í morgun kom fram að vindhraði klukkan fimm hafi mælst 43 metrar á sekúndu og 57 metrar á sekúndu í hviðum. Lögregla og björgunarsveitir höfðu sinnt 14 verkefnum klukkan 5.30 í morgun. Stóðu vonir til þess að veðrið færi þá að ná hámarki.

Samkvæmt þessu virðist óveðrið slaga í veðurhæðina sem varð í stórviðrinu í febrúar 1991. Að því er fram kom í færslu á Facebook-síðu Blika á miðnætti, sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson heldur úti, mældist meðalvindhraði á Stórhöfða þá 56,6 metrum á sekúndu. Í óveðrinu í desember síðastliðnum mældust 40 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum.

„Rétt er að hafa í huga að þokkalegt skjól er í bænum þegar er A-átt og mun lægri gildi vinds á mæli þar samanborðið við Höfðann,“ sagði á Facebook-síðu Blika.

Í frétt RÚV í morgun kom fram að búið væri að opna fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal. Hún opnaði í gærkvöldi og á miðnætti höfðu rúmlega tuttugu manns leitað þar skjóls. Þá er rétt að vegfarendur hafi í huga að búið er að loka öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu og þá ganga strætisvagnar ekki fyrr en óveðrinu fer að slota.

Hér að neðan má sjá gang lægðarinnar en eins og sést berlega á kortinu er um víðáttumikla lægð að ræða og gætir áhrifa hennar víða á norðanverðu Atlantshafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“