fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sólveig hjólar í blaðamann Morgunblaðsins sem þakkar kapítalistum fyrir góð jól

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 18:00

Samsett mynd - Ásgeir og Sólveig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir pistil sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Höfundur pistilsins er Ásgeir Ingvars­son, blaðamaður á Morgunblaðinu, en titillinn er Til varnar Ebeneser Skröggi, en líkt og margir vita er Skröggur þessi söguhetja jólasögu Charles Dickens.

Líkt og titillinn gefur til kynna, þá er hinn umdeildi Skröggur varinn í pistli Ásgeirs. Þeir sem að þekkja til jólaævintýrisins vita að boðskapur sögunnar er að níska og græðgi geti kannski veitt manni peninga en ekki hamingju. Ásgeir segir að Skröggur sé misskilinn og heldur því fram að án fólks eins og hans væru jólin eins og á 19. öld. Sólveig er ekki sátt með þessi skrif Ásgeirs, sem hún kallar lofgjörð um kapítalista.

„Morgunblaðið birtir lofgjörð um kapítalista þar sem því er haldið fram að „Þótt liðin séu nærri 180 ár frá því saga Dickens kom út gætir enn mikils misskilnings um viðhorf Skröggs í peningamálum og hann hafður fyrir rangri sök.“ Dickens var ekkert nema óttalegur auli og öll þau sem lesið hafa Jólaævintýri hans og hrifist af boðskapnum um að gæska og mildi sé farsælast í mannlegum samskiptum enn meiri bjánar. Máli sínu til sönnunar fullyrðir höfundur að ósýnilega höndin klikki ekki. Hvorki meira né minna. Jú, reyndar segir hann frá þeim sem Dickens er talinn hafa byggt persónuna Scrooge á; tveimur vellauðugum vitfirringum sem drusluðust um samtíma sinn í lörfum og týndu upp kolamola af götunum, annar þeirra svo fyrirlitinn af samborgurum sínum að fólk gladdist ægilega þegar hann loksins drapst og grýtti líkkistuna af innilegri andúð. En í veröld höfundar er það ekkert til að hugsa um því að fáráðlingarnir 2 drápust gasalega ríkir og með sjúkri fégræðgi sinni, algjörlega paþólógískri, gerðu þeir mikið gagn.“

Með grein Ásgeirs var mynd AFB-fréttastofunnar af vannærðu barni í Jemen, ásamt textanum:

„Lækn­ar vigta vannært barn í vest­ur­hluta Jemens. Því meiri verðmæti sem við sköp­um, því auðveld­ara eig­um við með að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hagnaður­inn verður að koma á und­an ör­læt­inu.“

Sólveig staldrar við síðasta punktinn og bendir á að gjarnan græði kapítalistar á stríði og átökum líkt og í Jemen.

„Myndskreyting með jóla-ritgerðinni er svo þessi sem hér sést. Hungrað ungabarn í Jemen, fórnarlamb þeirra skelfilegu átaka sem geisað hafa í 5 ár og gert líf alþýðunnar óbærilegt. „Hagnaðurinn verður að koma á undan örlætinu“ segir í myndatextanum ásamt hvatningu um að gróða-maskínurnar haldi áfram að græða. Og það eru einmitt kapítalistar sem græða á stríðinu í Jemen; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Þýskaland eru öll lönd vopnaframleiðanda sem makað hafa krókinn á skelfilegri þjáningu saklauss fólks í Jemen.“

Að lokum segir Sólveig að trú hægrisins á kerfið sé galin, öfgafull og veruleikafirrt. Hún segir að samkvæmt heimssýn Ásgeirs sé gott að vopnaframleiðendur græði á tá og fingri, því þá geti þeir styrkt hjálparsamtök, og fyrir það skuli þakka.

„Trú hægrisins á kerfið er galin. Öfgafull og veruleikafirrt. Samkvæmt trúarritunum sem blaðamaðurinn styðst við er ekkert nema gott að vopnaframleiðendurnir græði afþví að þeir geta þá gefið ölmusu til hjálparstarfs sem sér svo um að gefa þeim sem ekkert eiga teppi og brauðsneið. Kannski fá nokkur börn í Jemen vökva í æð af því að einhver Raytheon stjóri gaf aur til Unicef. Og fyrir það á víst að þakka.“

https://www.facebook.com/solveig.a.jonsdottir/posts/10224506235180925

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða