Á tíunda tímanum var ökumaður handtekinn í Bústaðahverfi, grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess að aka sviptur ökuréttindum. Ungabarn var í bifreiðinni. Þrír ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn í miðborginni. Sá var í annarlegu ástandi. Við leit fundust meint fíkniefni á honum og dvelur viðkomandi nú í fangageymslu.
Brotist var inn í verslun í Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt og peningum stolið úr sjóðvél.