fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Tengdafaðir Unnar lést af Covid-19 í Svíþjóð – Var ekki sinnt sem skyldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. desember 2020 18:53

Unnur Eggertsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Eggertsdóttir er miðaldra íslensk kona sem býr í Svíþjóð. Í vor lést tengdafaðir hennar af Covid-19 og segir Unnur að hún og fjölskylda hennar hafi upplifað undarleg viðbrögð heilbrigðistyfirvalda í Svíþjóð við veikindum föður hennar.

Þetta kemur fram á vef Útvarps Sögu

Unnur segir að tengdaföður hennar hafi verið gefið lyfið Alvedon en það sé gefið við höfuðverk en ekki veirusýkingum. Tengdafaðir hennar bar merki Covid-sýkingar en fékk þó ekki, af óljósum ástæðum, skimun fyrir veirunni.

Tengdafaðir Unnar var settur í líknarmeðferð án þess að hafa verið sjúkdómsgreindur. Segir Unnur að það sé engu líkara en sænsk yfirvöld hafi ákveðið að fórna velferð eldri borgara í skiptum fyrir opnara samfélag. Ættingjar tengdaföðursins hafa farið fram að fá í hendur öll gögn varðandi andlát mannsins til að leggja mat á réttarstöðu fjölskyldunnar gagnvart yfirvöldum.

„Reynsla mín af heilbrigðiskerfinu er ekki mjög góð,“ segir Unnur í viðtali við Útvarp Sögu. Tengdafaðir Unnar bjó á hjúkrunarheimili í Svíþjóð og hafði gert það í tvö ár. Talið er að starfsmaður hafi borið veiruna inn á heimilið þar sem gamli maðurinn bjó.

Eftir að maðurinn veiktist mátti enginn heimsækja hann og hann var einangraður í herbergi. Starfsfólk sem sinnti honum var í hlífðarfatnaði en þó var hann ekki skimaður fyrir Covid og starfsfólkinu var bannað að taka sýni af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti