Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni. Ævar er 20 ára gamall, 174 sm á hæð, grannvaxinn með dökkt hár.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Ævars eða hvar hann er niðurkominn eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.
Samkvæmt heimildum DV tengist Ævar Annel bardagakappanum sem fjöldi myndbanda hefur farið á flug frá undanfarna daga. Mun Ævar vera sá sem fyrir árásinni verður á einu fyrsta myndbandinu sem komast á flug.
Sjá einnig: Ekkert lát á ofbeldismyndböndum bardagakappans – Lögregla rannsakar málið