fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Góði hirðirinn gerist latte-lepjandi miðborgarbúi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 09:59

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góði hirðirinn, nytjamarkaður SORPU, opnar á fimmtudaginn nýja verslun við Hverfisgötu 94 í miðborg Reykjavíkur. Ekki er um flutning á versluninni að ræða heldur kemur þessi til viðbótar við þá verslun sem lengi hefur verið starfræk í Fellsmúlanum.

Þeir sem búa í miðborginni geta því nú sparað sér sporin og skellt sér á Hverfisgötu í leit af notuðum munum á borð við húsgögn, raftæki, bækur, vínylplötur, smávöru og margt fleira.

„Verslunin er um 300 fermetrar og vöruframboðið þverskurður af því sem hefur verið í boði hjá Góða hirðinum,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Hún segir eftirspurn eftir notaðri vöru hafa aukist mikið á undanförnum árum með aukinni umhverfisvitund. „Sérstaklega hjá ungu fólki en líka öðrum sem er umhugað um umhverfis- og loftslagsmál,“ segir Ruth.

Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að verslunin er aðeins tímabundin eða svonefnd uppsprettu-verslun (e. Pop-up) sem sprettur upp í tilefni jólanna. Hins vegar kemur fram í fréttatilkynningu að ef vel gengur er til skoðunar að verslunin fái þar varanlega búsetu.

Á fimmtudaginn mun verslunin við Fellsmúla einnig opna að nýju en hún hefur verið lokuð vegna COVID-19 samkomutakmarkanna.

Ruth Einarsdóttir – Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“