fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Aldraður maður sviptur fjárræði eftir að óvandaðir aðilar fóru að sækja í peninga hans og eignir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 09:43

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á mánudaginn úrskurð Héraðsdóms Vesturlands frá því í október þar sem aldraður og heilabilaður maður var sviptur fjárræði í tvö ár og honum ráðinn fjárhaldsmaður.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi verið sjúklingur í 30 ár en hann dvelst á hjúkrunarheimili. Eftir að hann missti sambýliskonu sína hafi hann glímt við mikla vanlíðan og ekki sinnt heilsu sinni sem skyldi. Kjördóttir mannsins fór fram á fjárræðissviptingu yfir honum. Segir í dómi héraðsdóms að ákveðnir hafi leitað til mannsins á dvalarheimilinu og beitt hann þrýstingi til að ráðstafa fjármunum sínum og fasteignum, selja eignir og afhenda fjármuni til óviðkomandi fólks. Maðurinn geri sér ekki grein fyrir afleiðingum þessara ráðstafana en þær séu honum mjög óhagfelldar. Segir að peningar mannsins á bankareikningum hafi minnkað af óútskýrðum ástæðum.

Í dómnum segir:

„Samkvæmt a-lið 4. gr. lögræðislaga er heimilt með úrskurði dómara að svipta mann tímabundið sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja, ef hann er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests, endastandi brýnþörf til og önnur og vægari úrræði í formi aðstoðar hafi verið fullreynd.“

Það var mat heimilislæknis að maðurinn væri ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín. Hann skorti innsæi og skilji ekki mun á tölum.

Var það niðurstaða héraðsdóms að svipta manninn fjárræði í tvö ár. Landsréttur staðfesti síðan þann úrskurð, eins og fyrr segir.

Úrskurði Landsréttar og héraðdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“