fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Margrét segir frá skattsvikurum sem borga fyrir vörur og þjónustu með milljónum króna í reiðufé

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 21:57

Margrét Kristmannsdóttir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Paff, er í viðtalsþættinum Okkar á milli á RÚV í kvöld.

Þar ræðir Margrét meðal annars um skattsvik. Í pistli í Fréttablaðinu um daginn sagði Margrét:

„Hvernig stendur á því að fólki finnst það bara eðli­legt að í mína verslun komi fólk með þykkt um­slag af peningum til að kaupa kannski vörur fyrir milljón.“

Margrét er andsnúin notkun á reiðufé og þekkir mörg dæmi um að fólk hafi greitt fyrir vörur og þjónustu með reiðufé fyrir mjög háar upphæðir.

„Ég heyrði til dæmis um einn sem er að reka fyrirtæki og það kom maður inn til hans sem vantaði glugga í húsið sitt. Gluggarnir áttu að kosta sex og hálfa milljón,“ segir hún. Maðurinn vildi fá að borga með reiðufé en var neitað. Þessi aðili sagði nei, ég ætla ekki að taka við reiðufé. En maðurinn fór og ég get lofað þér að húsið hans er ekki gluggalaust í dag,“ segir Margrét í þættinum á RÚV.

Margrét vill að löggjafinn geri verslunareigendum kleift að neita slíkum viðskiptum með því að setja eitthvert hámark á viðskipt í reiðufé: „Ég vil að löggjafinn gefi okkur í versluninni tæki og tól til að segja: Ef þú ætlar að koma til mín og versla fyrir meira en 100 þúsund eða bara 50 þúsund eða hvaða tölu sem er þá bara verður það að gerast með rafrænum hætti. Það á ekki að vera hægt að fólk labbi um með útttroðin umslög og skjalatöskur með peningum. Það vita allir sem vilja vita að 99,9% af þessum peningum eru svartir peningar. Við skulum ekkert vera að halda neitt annað. Þetta þurfum við að fá upp á yfirborðið því ríkissjóður þarf þetta, sveitafélögin þurfa þetta og við þurfum bara að ná í þessa peninga með hörku,“ segir Margrét ennfremur í þættinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“