fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Starfsmaður Mountaineers of Iceland sagði blaðamanni að „grjóthalda kjafti“ – Ætla að rannsaka sig sjálfir

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 12:26

Mynd: Róbert Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í dag eftir að greint var frá því að fyrirtækið hafi flutt 40 manns á Langjökul í gær þrátt fyrir slæmar veðurviðvararnir. Björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga fólkinu í gærkvöldi en 300 manns frá sveitinni tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af starfsmanni fyrirtækisins í morgun en blaðamanninum var sagt að halda kjafti.

„Grjóthaltu kjafti“

Blaðamaðurinn ræddi við Ólaf Tryggvason, leiðsögumann hjá Mountaineers of Iceland, en hann sagði að fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég segi bara ná­kvæm­lega það sem ég er að segja þér. Og hef bara ekkert meira um málið að segja,“ sagði Ólafur. Þá spurði blaðamaður hann hvort það væri réttlætanlegt að fyrirtækið tjáði sig ekki um málið sökum alvarleika þess.  „Við erum að skoða það og ég hef ekkert meira um þetta að segja,“ sagði Ólafur við því og skellti síðan á.

Þá hringdi blaðamaðurinn aftur í Ólaf sem ítrekaði að fyrirtækið ætlaði að skoða málið innanhúss. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið á meðan staðreyndir þess eru ekki komnar í ljós. Þá sagði Ólafur blaðamanninum  að „grjóthalda kjafti“.

Erfiðar og krefjandi aðstæður

Björgunarsveitir af Suður- og Suðvesturlandi voru kallaðar út klukkan 20 í gærkvöldi, en hópurinn hafði farið í skipulagða ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis um klukkan 13 í gær. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Björgunarsveitir komu með síðustu ferðamennina í fjöldahjálparstöðina í Gullfosskaffi laust fyrir klukkan 8 í morgun. Enginn reyndist slasaður og er framundan vinna við að koma fólki á hótel sín. „Enn er nokkur fjöldi björgunarmanna ennþá á leið af fjöllum. Veður og færð er enn slæmt og tefur það för þeirra,“ sagði í tilkynningu sem lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“