fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Ríkið greiddi 774 milljónir í bætur í gær vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 08:00

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissjóður greiddi í gær 774 milljónir í bætur til þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem eru látnir. Einnig greiddi ríkið 41 milljón í lögmannskostnað. Bætur voru hækkaðar til aðstandenda Sævars Marinós Ciesielski.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið fékk þetta staðfest hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þeir Albert Klahn Skaftason, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Júlíusson fengu greiddar bætur í gær. Makar og börn Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Marinós Ciesielski fengu einnig greiddar bætur.

Bæturnar skiptust svona:

Albert Klahn Skaftason 15 milljónir.

Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir.

Kristján Viðar Júlíusson 204 milljónir.

Tryggvi Rúnar Leifsson 171 milljón.

Sævar Marinó Ciesielski 239 milljónir.

Forsætisráðuneytið gerði sjálfstætt mat á þeim fjárhæðum sem sáttanefndin lagði til að yrðu greiddar. Niðurstaðan var að engar breytingar yrðu gerðar á bótafjárhæðunum nema í tilfelli Sævars Marinós en bætur til afkomenda hans voru hækkaðar um 15 milljónir.

Greiddur var lögmannskostnaður sem nemur fimm prósentum af bótafjárhæðunum. Heildargreiðslur ríkisins eru því 815 milljónir.

Bótagreiðslurnar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að höfða dómsmál á hendur ríkinu þar sem hærri bóta verður krafist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“