fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Tveir Íslendingar sagðir í einangrun á Spáni vegna gruns um kóróna-veiruna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar, kona á sjötugsaldri og karl á sextugsaldri, eru sögð hafa verið sett í einangrun síðdegis í dag á sjúkrahúsi í Torrevieja vegna gruns um að þau séu með kóróna-veiruna.

Frá þessu er greint á vef Cadena Ser á Spáni.

Konan leitaði fyrst til læknis eftir að hafa verið með hita og hósta. Þar kom í ljós að fólkið hafði áður verið í Kína, nánar tiltekið í borginni Whuan, þar sem faraldurinn nú er talinn eiga rætur sínar. Fullyrt er í fréttinni að um Íslendinga sé að ræða.

Parið er nú sagt dvelja á sjúkrahúsi í Torrevieja þar sem þau eru sögð í einangrun. Í fréttinni er tekið fram að aðeins konan sé veik, en ekki hefur verið staðfest að um kóróna-veiruna sé að ræða. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim eru þó á varðbergi vegna þess að veiran getur verið mjög skæð. Nú þegar hafa tugir látist í Kína af völdum veirunnar.

Í frétt Cadena Ser kemur fram að sýni hafi verið send til Carlos III-stofnunarinnar í Madrid þar sem úr því verður skorið hvort um veiruna sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“