fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Samherji birtir nýjan þátt – Segja ásakanir í Kveik um peningaþvætti byggðar á misskilningi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 20:02

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að ásakanir á hendur Samherja í þætti Kveiks í nóvember í fyrra séu byggðar á misskilningi og framsetningin hljóti annaðhvort að vera yfirsjón eða illvilji. Hann trúi því að um yfirsjón hafi verið að ræða.

Í þætti Kveiks var því haldið fram að Samherji ætti aflandsfélag á Marshall-eyjum sem heiti Cape Cod og þangað hafi verið flutt fjármagn úr dótturfélögum Samherja, einnig hafi peningar frá Cape Cod runnið til dótturfélaganna.

Í Samherjaþættinum er fullyrt að þetta sé alrangt. Eini tilgangur greiðslna inn á reikninga Cape Cod hafi verið að tryggja að skipverjar frá Rússlandi og Úkraínu, sem störfuðu fyrir Samherja í Namibíu, fengju launagreiðslur á réttum tíma.

Í þætti Kveiks segir að norski ríkisbankinn DNB hafi lokað á viðskipti við Cape Cod vegna meints peningaþvættis Samherja. Í Samherja-þættinum er þetta sagt alrangt og að ástæðan fyrir áhyggjum DNB hafi verið Krímskagadeila Rússa og Úkraínumanna árið 2014.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm í haldi í skotvopnamáli

Fimm í haldi í skotvopnamáli