fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Lögreglustjóri eltist við mann sem notaði ekki öryggisbelti – Birt ákæra í Lögbirtingablaðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. september 2020 17:45

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að nota ekki öryggisbelti er hann ók bíl í Vestmannaeyjum sumarið 2019. Fráfarandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, gaf út ákæru á manninn, sem býr í Noregi, þann 10. júní í sumar. Settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Arndís Bára Ingimarsdóttir, hefur tekið við málinu og er ákærandi gegn manninum, en málið verður þingfest þann 8. október næstkomandi, í Vestmannaeyjum.

Fyrirkall og ákæra hafa verið birt í Lögbirtingablaðinu. Í fyrirkallinu segir:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna. Viðurlög við því að nota ekki öryggisbelti eru 20 þúsund króna sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Í gær

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“