fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Enn ein gula viðvörunin á Suðausturlandi í nótt

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 12:28

Skjáskot af vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan varar við miklu norðaustan hvassviðri og mikilli úrkomu og hefur gul viðvörun verið gefin út fyrir Suðausturland. Gildir viðvörunin frá miðnætti í nótt. Búast má við að hvassviðrið standi til 10:00 í fyrramálið en viðvörunin vegna úrkomu gildir til 13:00.

Segir veðurstofan að búast megi við 18-23 m/s við ströndina vestan Öræfajökuls. Úr þessari átt þýðir það gjarnan að hviður magnast upp við fjöllin og geta þær farið yfir 30m/s. „Viðbúið er að akstursskilyrði spillist, einkum fyrir ökutæki sem viðkvæm eru fyrir vindi eða draga vagna,“ segir Veðurstofan.

Enn fremur segir Veðurstofan að úrhellisrigning sem rokinu fylgir gæti fylgt takmarkað skyggni og aukin hætta á grjóthruni og skriðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt