fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Múlakvísl gróf í sundur veg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 15:33

Mynd: Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær barst tilkynning til Lögreglunnar á Suðurlandi og Almannavarna um að Múlakvísl væri að grafa í sundur veginn við Afréttis á. Brugðist var við þessu með því að gera hjáleið á staðnum á meðan viðgerð á veginum stóð. Er vegurinn um svæðið nú öruggur.

Mynd: Almannavarnir

Meðfylgjandi tilkynning og myndir frá vettvangi eru frá Almannavörnum:

„Lögreglan á Suðurlandi og almannavarnir fengu tilkynningu í gær um að Múlakvísl væri að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Lögreglumenn frá Vík fóru á vettvang auk starfsmanna frá Vegagerðinni. Gerð var hjáleið á staðnum á meðan viðgerð á veginum átti sér stað en henni lauk um klukkan þrjú í nótt. Vegurinn um svæðið er nú öruggur yfirferðar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá verður hafist handa í dag við að búa til varnarvegg til að hindra frekari skemmdir.

Líkt og fram hefur komið hefur rafleiðni mælst í Múlakvísl sökum þess að jarðhitavatn blandast ánni. Brennisteinslykt hefur fundist við ána og gasmælar við Láguhvola hafa sýnt aukið gasútstreymi. Atburður sem þessi er þekktur á þessu svæði en ferðamenn eru beðnir að gæta varúðar á svæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri