Félagsmenn í FFÍ samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þátttaka var góð í atkvæðagreiðslunni en af 921 á kjörskrá greiddu 812 atkvæði. 678 eða 83,5% greiddu atkvæði með samningnum, 109 eða 13,42% greiddu atkvæði gegn honum en auðir seðlar voru 25 eða 3,08%
„Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu um málið.