Kona var síðastliðinn föstudag sakfelld fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpsyni sínum. Brotin áttu sér stað er stjúpsonurinn var 16 til 17 ára en konan var sex árum eldri. Var hún í sambúð með föður drengsins. Konan var einnig sakfelld fyrir rangar sakargiftir, þ .e. að hafa kært piltinn ranglega fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni.
Ákæruatriði eru þannig í orðalagi Héraðsdóms:
„1. Kynferðisbrot, með því að hafa á átt í kynferðissambandi við sambúðarbarn sitt,
Y, kennitala 000000-0000, frá september 2015 til 22. apríl 2017, er pilturinn var
16 til 17 ára, en ákærða og Y höfðu margsinnis samræði og önnur kynferðismök
á sameiginlegu heimili þeirra að […].
Telst þetta varða við 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
2. Rangar sakargiftir, með því að hafa með rangri kæru hjá Lögreglustjóranum á
höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 23. október 2017 leitast við að koma því til
leiðar að Y yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni og
áreitt hana kynferðislega á tímabilinu frá september 2015 til október 2017, á
sameiginlegum heimilum þeirra að […] og […], sem leiddi til þess að lögregla hóf
rannsókn máls nr. 007-2017-64089 og tekin var skýrsla af Y með réttarstöðu+sakbornings þriðjudaginn 31. október 2017.
Pilturinn hafði búið hjá móður sinni áður en hann flutti inn til föður síns og stjúpmóðurinnar. Sem fyrr segir sakaði hún hann um ítrekaðar nauðganir og áreitni en hún sagði að hann væri opinskár piltur sem kynni á fólk en hún væri feimin. Hún sagði hún hafi sjaldan verið ein með piltinum heldur hefðu þau þrjú, hún, pilturinn og faðir hans verið mest saman. Hún sagði einnig að pilturinn hefði oft sýnt af sér óeðlilega hegðun á heimilinu og hún hafi óskað þess að hann verði meiri tíma hjá móður sinni.
Hún sagði að þau hefðu fyrst haft samfarir í september árið 2015 þegar faðir piltsins var staddur á fótboltaleik erlendis. Þar sem hún eigi erfitt með að sofna hafi hún beðið hann um að sitja hjá sér á meðan hún sofnaði. Brotaþoli hafi tekið vel í bón ákærðu og setið hjá henni þar til hún sofnaði. Hún hafi síðan vaknað við að pilturinn var að brjóta gegn henni. Konan sagði að pilturinn hefði nauðgað sér í 15 skipti.
Samkvæmt vitnisburði piltsins var holdlegt samræði þeirra með beggja vilja og hafi hann aldrei neytt hana til kynmaka. Samkvæmt hans vitnisburði, sem gögn styðja, t.d. Facebook-samskipti, áttu þau í leynilegu ástarsambandi í tvö ár sem komst upp árið 2017.
Brot konunnar var talið varða 1. mgr. 201 gr. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sem hafi kynferðismök við barn á aldrinum 15, 16 eða 17 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða barn sem er tengt honum þannig fjölskyldubönum í beinan legg, eða barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Í ákvæðinu er þannig lagt fortakslaust bann við samræði eða öðrum kynferðismökum við börn og unglinga undir 18 ára aldri sem gerandi hefur áðurnefnd tengsl við.
Konan var dæmd í 2 ára og 9 mánaða fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða brotaþola 700.000 krónur í skaðabætur og hátt í 3 milljónir í málskostnað.