Tjaldsvæðið á Patreksfirði er fullbókað um helgina, samkvæmt tilkynningu Vesturbyggðar. Er gestum bent á að skoða aðra gistimöguleika. Nefnir Vesturbyggð Bíldudal, Tálknafjörð, Melanes á Rauðasandi, Hótel Flókalund og Hótel Breiðavík sem aðra valkosti í stöðunni.
Nóg er um að vera á Patreksfirði þessa helgi, því eins og fyrri ár verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda haldin í bænum. Hún hefur verið haldið síðan árið 2007 og því orðin að sterkri hefð í bænum.
Af ásókn í tjaldsvæðið að dæma má búast við góðri mætingu þetta árið, ef veður setur ekki strik í reikning, en DV sagði fyrr í dag frá afleitri spá. Má þó búast við versta veðrinu sunnantil, og von fyrir Patreksfirðinga.
Vefurinn bb.is sagði fyrsta frá, og sagði að allar aðrar gistingar í bænum væru þegar fullbókaðar.