fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Patreksfjörður segir tjaldsvæðið uppbókað um verslunarmannahelgi – Beinir gestum annað

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 15:43

Ekki skortir fegurðina á Patreksfirði, frekar en annarstaðar á Vestfjörðum. mynd/westfjords.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjaldsvæðið á Patreksfirði er fullbókað um helgina, samkvæmt tilkynningu Vesturbyggðar. Er gestum bent á að skoða aðra gistimöguleika. Nefnir Vesturbyggð Bíldudal, Tálknafjörð, Melanes á Rauðasandi, Hótel Flókalund og Hótel Breiðavík sem aðra valkosti í stöðunni.

Nóg er um að vera á Patreksfirði þessa helgi, því eins og fyrri ár verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda haldin í bænum. Hún hefur verið haldið síðan árið 2007 og því orðin að sterkri hefð í bænum.

Af ásókn í tjaldsvæðið að dæma má búast við góðri mætingu þetta árið, ef veður setur ekki strik í reikning, en DV sagði fyrr í dag frá afleitri spá. Má þó búast við versta veðrinu sunnantil, og von fyrir Patreksfirðinga.

Vefurinn bb.is sagði fyrsta frá, og sagði að allar aðrar gistingar í bænum væru þegar fullbókaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni