fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

„Kjaftfull hótel“ og tjaldstæði um allt land – Velgengnin viðkvæmt umræðuefni innan ferðaþjónustunnar

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 11:15

Það er snoturt, lobbíið á Hótel Eddu Höfn, en það þarf að bóka það fram í tímann ef maður vill njóta þess.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par sem DV talaði við í gærkvöldi er þau voru á leið sinni austur á land sagði það hafa komið þeim stórkostlega á óvart hversu erfitt hafi reynst að bóka herbergi á leiðinni. Parið, sem hugðist skipta akstrinum niður á tvo daga og gista á miðri leið gerði ekki ráðstafanir enda gerðu þau ráð fyrir að öll hótel á landinu væru tóm. Sögðu þau að svo hefði mátt ætla af þjóðfélagsumræðunni undanfarna mánuði.

Það vakti því talsverða undrun þeirra á meðal þegar þau komust að því að nánast ekki eitt einasta hótelherbergi var laust frá Vík í Mýrdal og austur í Lónsöræfi. Eftir að hafa hringt á hvert einasta hótel frá Vík, að Kirkjubæjarklastri og svo austur af fengu þau þó loks inn á hóteli rétt austan við Jökulsárlón. Öll hótel á Höfn í Hornafirði voru uppbókuð.

Nánast ekkert laus herbergi á milli Víkur og Lónsöræfa
mynd/skjáskot google mapsDV sagði frá því í fyrradag að Vík í Mýrdal væri svo til sprungin og þar væri matur að klárast í verslunum. Upp spratt talsverð umræða um þá frétt á samfélagsmiðlum og blandaði forystufólk úr ferðaþjónustunni sér inn í þær umræður. Sögðu þær fréttina villandi þar sem um væri að ræða staka daga hér og þar, frekar en einhverja sumarörtröð. Samt virðist þetta ástand vera hverja einustu helgi víða um land.

Sjá nánar: Vík í Mýrdal sprungin og fólk getur ekki keypt sér mat – „Því miður subbulegur sælureitur í augnablikinu“

Blaðamaður DV reyndi til að mynda að bóka herbergi á Akureyri síðustu helgi. Þá fengust þau svör frá Icelandair Hótel Akureyri að „prófa að hringja á Icelandair Hótel Mývatn, þau gætu átt eitt laust.“

DV reyndi að fá nýtingatölur frá nokkrum völdum hótelum í liðinni viku, en ekkert þeirra vildi gefa þær upp. Enn fremur hefur nokkrum sinnum verið sagt frá því í sumar að tjaldsvæði hafi þurft að vísa fólki frá. M.a. í Skaftafelli núna í júlí, samkvæmt frétt RUV um málið.

Málið þykir viðkvæmt umræðuefni

Talsverðrar viðkvæmni hefur gætt meðal ferðaþjónustuaðila og svo virðist sem ekki mega tala um hina óvæntu velgengni „ferðumst innanlands“ átaksins. Þykir hann ríma illa við sultartón Samtaka ferðaþjónustunnar, sem keppast nú við að hámarka ríkisaðstoð til greinarinnar og framlengja þær styrktarleiðir sem ríkið hefur þegar ráðist í, að sögn heimildarmanna DV.

Ennfremur má ætla að velgengnin sé viðkvæmt umræðuefni í ljósi þess að ríkið er að greiða launakostnað flestra hótela landsins, ýmist í gegnum hlutabótaleiðina, eða niðurgreiðslu á kostnaði vegna greiðslu launa á uppsagnafresti, en ríkið greiðir fyrirtækjum 85% af launakostnaði fólks á uppsagnarfresti til baka. Kostnaður ríkisins vegna þess er ekki enn hægt að slá fast, en ljóst að hann mun hlaupa á milljörðum. Fólkið sem nú þjónar til borðs á veitingastöðum á landsbyggðinni, býr um rúmið og „chekkar inn“ er margt að vinna sinn uppsagnafrest nú, og þiggur því fyrir þá vinnu, óbeint, laun frá ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker