fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Innsýn í glæsivillu Madonnu í Lissabon – sjáið myndirnar!

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. júlí 2020 09:30

Madonna í uppáhaldslitnum sínum; svörtum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppdrottningin Madonna sem er 61 árs flutti til Lissabon í Portúgal árið 2017 og býr þar ásamt sex börnum sínum; Lourdes sem er 22 ára, Rocco 19 ára, David og Mercy 13 ára og sjö ára tvíburasystrunum Estere og Stellu. Ástæða flutninganna var fótboltaiðkun sonarins David.

Húsið sem Madonna fjárfesti í er eiginlega ekki hús heldur fjögurra hæða höll sem kostaði sex milljónir punda eða sem samsvarar rúmlega milljarði íslenskra króna. Það væsir ekki um íbúana enda hátt til lofts og vítt til veggja í villunni góðu. Húsið ber áhuga eigandans á listum vitni en það er fallega skreytt og stútfullt af hljóðfærum og listaverkum og það fer ekki á milli mála að hún er mikill aðdáandi Fridu Kahlo. Madonna og börnin hafa fundið sér ýmislegt til dundurs í gegnum Covid fárið og við fáum að gægjast aðeins inn fyrir dyrnar.

 

Madonna er ánægð með sig og má vera það.

 

Það er greinilegt að húsráðandi er listhneigður.

 

Hún er grjótharður jógagúrú og heilsufrík.

 

Þessi kona hatar ekkert að rækta líkamann.

 

Hefðbundið portúgalskt eldhús með körfum hagandi úr loftinu.

 

Sonur Madonnu fílar fótbolta og gítarglamur.

 

Fjólublár höfuðgafl og fjólubláir veggir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný