Lögreglan handtók í dag karlmann á hóteli í Austurhluta Reykjavíkur fyrir að stela bjór. Karlmaðurinn þótti of ölvaður til þess að vera á meðal almennings, að sögn lögreglu og var því vistaður í fangeklefa og fær að sofa úr sér þar.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.
Ennfremur segir þar að kona hafi verið handtekinn fyrir að greiða ekki fyrir veitingar á veitingastað. Líkt og maðurinn fyrrnefndi var henni einnig gert að sofa úr sér áfengisvímuna í fangeklefa.
Ennfremur handtók lögregla karlmann í dag grunaðan um sölu og dreifingu á fíkniefnum.