Tvö innanlandssmit greindust á Íslandi í gær. Um er að ræða tvö aðskilin mál þar sem að einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru í einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.
Annað málið er talsvert umfangsmeira en hitt, en þar hafa á þriðja tug verið settir í sóttkví vegna þess að smitaði einstaklingurinn keppti á frjálsíþróttamóti í Hafnarfirði um síðustu helgi. Frjálsíþróttasamband Íslands er meðvitað um stöðuna og vinnur að því að gera viðeigandi ráðstafanir. Þó hefur smitrakningu í því máli ekki lokið.
Uppfært
Samkvæmt heimildum DV eru ekki allir þeir sem að voru á mótinnu komnir í sóttkví.
Í hinu málinu eru einungis nokkrir í sóttkví.