Alvarlegt umferðarslys varð seint í gærkvöldi í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fólksbíll lenti út fyrir veg og valt, skammt sunnan við gatnamót Hófaskarðsleiðar sunnan Kópaskers. Ökumaður var einn í bílnum.
Vinna stendur enn yfir á vettvangi á tildrögum slyssins og að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið.