fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing vegna máls Þórdísar – „Við viljum nú gera það sem við getum til þess að lægja öldurnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 16:42

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna máls leikkonunnar Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur sem hefur mátt þola harkalegar árásir, netníð og líflátshótanir vegna misskilins brandara um Kópasker og Raufarhöfn.

Sjá einnig: „Ótrúlega skrýtin tilfinning að lenda í hakkavél samfélagsmiðlanna“

Í yfirlýsingunni er óskað eftir meira aðgætni og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni og að fólk læri af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Málið sem nú er í umræðunni er okkur öllum þungbært, sem og eftirmálar þess. Við viljum nú gera það sem við getum til þess að lægja öldurnar.

Mikil og góð samskipti hafa átt sér stað milli Leikhópsins Lottu, hlutaðeigandi meðlima hópsins og fulltrúa hverfisráða á Kópaskeri og Raufarhöfn. Það er fullur skilningur á milli okkar allra um að mistök áttu sér stað sem drógu þennan dilk á eftir sér. Málinu er þannig lokið á góðum nótum milli leikhópsins, Þórdísar sjálfrar og hverfisráða svæðanna þó eftirmálar einstakra mála verða að fá að þróast og koma í ljós.

Það er sameiginleg ósk okkar að við öll gætum að okkur í umræðunni, sýnum umburðalyndi og í framhaldinu lærum af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Málið er því miður orðið ljótt og andstyggilegt en vonandi getum við stýrt því á þann veg að sem fæst okkar standi sár eftir.

Virðingarfyllst,
Anna Bergljót Thorarensen framkvæmdastjóri Leikhópsins Lottu, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir formaður hverfisráðs Raufarhafnar og Tryggvi Hrafn Sigurðsson formaður hverfisráðs Öxarfjarðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“