fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Segja Samherjaskjölin sýna fram á umfangsmikil skattsvik

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 09:11

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðillinn OCCRP (Organized Crime and Corruption Reporting Project) birti í gærdag ítarlega frétt um Samherjamálið svokallaða. OCCRP sérhæfir sig í rannsóknarblaðamennsku og fréttafluttningi um spillingu og skipulagða glæpastarfsemi. Miðillinn er hvað þekktastur fyrir aðkomu sína að umfjölluninni um Panama-skjölin. Einnig hefur OCCRP árlega valið persónu ársins sem skammarverðlaun, en sá sem þau hlýtur á að hafa aukið spillingu og/eða skipulagða glæpastarfsemi í heiminum hvað mest.

Líkt og oft hefur komið fram í fjölmiðlum þá er Samherji sakaður um að greiða mútugreiðslur til embættismanna í Namibíu til að komast yfir fiskveiðikvóta. Þá var Samherji einnig vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum sínum í Namibíu í skattaskjól, en frétt OCCRP fer nánar út í það.

„A Fishy Business: Shifting Profits Out of Africa“ er heitið á frétt OCCRP. Í henni kemur fram að námu- og olíurisar hafi gjarnan verið sakaðir um svipaða glæpi og þá sem að Samherji er sakaður um, en fullyrt er að fiskurinn sé dýrmætasta náttúruaðlind Afríku.

Fréttin fjallar að miklu leiti um Samherjaskjölin og hvernig þau virðist sýna fram á umfangsmikil skattsvik Samherja, sem eiga að hafa falist í því að færa peninga og selja fisk á milli landa.

Þá er minnst á tölvupóstssamskipti á milli Samherja og lögfræðings í Namibíu. Í þeim póstum sést hvernig Samherji á að hafi óskað eftir hjálp við það að koma ágóða sínum frá Namibíu til Máritíus, eyju sem er þekkt sem skattaskjól. Frá Máritíus á Samherji svo að hafa fært peningana til Kýpur. Vegna þessara flutninga hafi Samherja tekist að selja fiskinn á markaðsverði, en grætt meira en aðrir því að þeir hafi komist algjörlega, eða næstum alveg framhjá því að greiða skatt.

Vitnað er í Nick Branigan, formann rannsóknarstofnunarinnar North Atlantic Fisheries Intelligence Group, sem segir að eflaust tapi þjóðir í Afríku gríðarlegum skattpeningum vegna glæpa tengdum sjávarútvegi. Samkvæmt nýrri rannsókn missa þjóðirnar 1,6 milljarða dollara á ári vegna þessa skattamissis. Branigan telur að talan sé eflaust hærri en það.

Einnig kemur fram að Samherji neiti öllum þessum ásökunum sér á hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi