fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Sigrún Sigurðardóttir nýr aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 08:33

Dr. Sigrún Sigurðardóttir. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sigrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands. Hefur hún störf þann 1. september. Staða aðstoðarrektors er ný staða við skólann. Sigrún er núverandi dósent á Heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri.

Doktor í hjúkrunarfræði

Sigrún er doktor í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sérsvið hennar eru sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð nálgun. Hún hefur unnið mikilvægt frumkvöðlastarf á sínu sviði. Sigrún var ein af stofnendum og fyrsti formaður Krabbameinsfélags Sigurvonar á Norðanverðum Vestfjörðum.

Sigrún var ein af stofnendum Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri árið 2011 og situr þar í stjórn. Hún situr í stjórn Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Hún var annar af stofnendum Samtaka um stuðningssetur fyrir ungt fólk, sem stofnuð voru í september 2018.

Stjórnarformaður Bergsins headspace

Hún tók þátt í þróun fagvinnu fyrir opnun Bergsins headspace og var formaður fagráðs. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk sem sinnir nú ríkri þörf. Sigrún er núverandi stjórnarformaður samtakanna.

Sigrún hefur reynslu af alþjóðlegu samstarfi á sínu sviði og er í samstarfi í norðurslóðaverkefnum og tengslanetum. Sigrún hefur birt 15 ritrýndar fræðigreinar, bæði ein og með fleirum. Frá 2012 hefur hún kennt, þróað námskeið og haldið ráðstefnur við Háskólann á Akureyri. Námskeið hennar á meistarastigi Sálræn áföll og ofbeldi, er eitt fjölmennasta og vinsælasta námskeiðið í framhaldsnáminu við HA.

Sigrún útskrifaðist sem lögregluþjónn frá Lögregluskóla Ríkisins árið 1993 og starfaði sem lögreglukona um árabil.

Alls bárust 35 umsóknir um starf aðstoðarrektors. Fimm umsækjendur voru metnir hæfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt