fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen fallin frá

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur er látin sjötug að aldri. Hún fæddist í Reykjavík árið 1950. Halldóra hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bók sína „Tvöfalt gler“ árið 2016. Hún hlaut einnig verðlaun Evrópusambandsins árið 2017 fyrir sömu bók. Halldóra lést 18. júlí.

Halldóra nam við sálfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1978. Halldóra nam einnig við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1985.

Halldóra hefur starfað meðal annars við kennslu, útlitsteiknun á dagblaði, í Menntamálaráðuneytinu og við dagskrárgerð í útvarpi. Halldóra hefur gefið út ljóðabækur, örsögusafn, smásögusafn og skáldsögu.

Eftirlifandi eiginmaður Halldóru er leikarinn Eggert Þorleifsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér